STIMPILL - Loppufar/tásufar/handafar/nebbafar o.s.frv.

Söluverð Verð 1.500 kr. Verð áður Verð á stk.   

Vsk. innifalinn

Langar þér að láta áletra hálsmen/armband með loppu-. nebba-, handa-, tásufari sem þér þykir vænt um en átt ekki stimplað? Virkar ekki fyrir fingraför! VINSAMLEGAST FARIÐ EFTIR LEIÐBEININGUM - HENDIÐ STIMPLINUM EFTIR NOTKUN (getið átt blaðið með farinu) og ÞVOIÐ HENDUR EFTIR NOTKUN!

Engar áhyggjur því nú getur þú verslað hjá okkur stimpil og fengið sendann til þín eða stimplað hjá okkur í verslun! ♡

Leiðbeiningar fylgja með stimplinum og ekkert blek fer á viðkomandi sem stimplar!

STÆRÐ stimpils: 14,8x9,8cm

Skref: 

1. Opnaðu plastumbúðirnar og passaðu að snerta ekki stimpilinn (blauta hliðin snýr upp)

2. Taktu stimpilinn varlega upp ásamt litlu blöðunum sem fylgja með 

3. Leggðu 1 blað á flatt yfirborð og snúðu stimplinum á hvolf ofan á blaðið (blauta hliðin niður)

4. Pressaðu svo varlega því sem þú vilt stimpla ofan á bakhlið stimpilsins og passaðu að draga ekki eftir stimplinum

5. Lyftu svo stimplinum varlega af blaðinu og eftir verður stimplað far ♡ ATH! Aðeins er hægt að stimpla einu sinni á hverjum hluta stimpilsins - ef þið ætlið að reyna oftar en einu sinni, munið að skilja eftir pláss fyrir aðra tilraun á stimplinum!

Þegar þið eruð ánægð með farið - takið mynd af því og setjið inn með áletrunarpöntuninni ykkar ♡ Við minnkum svo myndina til þess að passa á skartið og getum hreinsað myndina til!