Skilmálar

 

ALMENNIR SKILMÁLAR

Sunday & co. tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þá eru meðtalin verð og vörulýsingar. Sunday & co. áskilur sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru eða vörutegundir í heild fyrirvaralaust.

Öll verð í netverslun fela í sér 24% virðisaukaskatt.

 

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum að frátöldum upplýsingum til flutningsaðila, upplýsingar á borð við nafn og heimilisfang sem þarf til að koma vörum til kaupanda.

 

NOTKUN Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM

Sendingar úr kerfi netverslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir netverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum. Sjá nánar um persónuverndarstefnu.

 

VÖRUAFHENDING

Afhending vöru fer fram með póstsendingu en einnig er hægt að sækja. Um póstsendingar gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins/Dropp. Sunday & co. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða flutningsaðila. Ef vara er uppseld þá munum við í öllum tilfellum hafa samband við kaupanda. 

Sunday & co. áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun sé vara uppseld, og eða breyting verður á verði og vöruframboði. Í slíkum tilfellum verður haft samband við kaupanda sem hefur þá val um endurgreiðslu eða val á annarri vöru.

Afgreiðslutími á einstökum vörum getur verið allt að 5 virkir dagar frá því að pöntun er gerð. Lengri tíma getur tekið að afgreiða áletrunarvörur og vörur ByHekla. Haft verður samband við kaupanda vöru ef fyrirséð er vegna ytri aðstæðna að afhending tefjist lengur en eðlilegt er. 

Sendingarkostnaður greiðist við afhendingu. Gjald fyrir póstsendingar greiðist af viðtakanda samkvæmt verðskrá Póstsins/Dropp. Ef vara er sótt þarf kaupandi ekki að greiða neitt. 

 

AFSLÆTTIR OG TILBOÐ

Afslættir og afsláttarkóðar (codes) gilda ekki fyrir vörur sem fyrir eru á tilboði eða með öðrum tilboðum.

 

SKIL EÐA SKIPTI Á VÖRU

Skilaréttur á vöru eru 14 dagar að því tilskildu að varan sé ónotuð og henni skilað í góðu lagi. Ef vara er innsigluð má ekki vera búið að rjúfa innsiglið. Hvert skilamál er hins vegar metið fyrir sig útfrá aðstæðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ef verðbreytingar verða á vöru á þessum 14 dögum er hún tekin til baka á gildandi söluverði þann dag sem varan var keypt. Ef vara er gölluð er mikilvægt að seljanda sé tilkynnt um það ekki síður en sólarhring eftir afhendingu. Annars er engin leið að vita hvort um galla sé að ræða eða hvort varan hafa eyðilagst í höndum kaupanda. Ekki er hægt að skila né skipta eyrnalokkum ef innsigli pakkninga er rofið. Ef skil/skipti fara fram með póstsendingu/Dropp greiðir viðskiptavinur sendingarkostnað (báðar leiðir ef um skipti er að ræða). Fyrir skil/skipti hafið samband við okkur á Instagram @sunday_andco eða sendið póst á hellosundayandco@gmail.com.

Áletrunarvörum fæst hvorki skipt né skilað! 

ByHekla handgerðum nafnahálsmenum og blómahringum fæst hvorki skipt né skilað þar sem þau eru handgerð eftir pöntun.

Skilafrestur á jólagjöfum eru 3 vikur. Seinasti skiladagur er 14.janúar!

Vörum úr jóladagatali fæst aðeins skipt um stærð og lit, ekki í aðrar vörur! 

Eyrnalokkum fæst hvorki skipt né skilað ef innsigli pakkninga er rofið! 

 

HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI

Allt efni á netsíðunni sundayandco.is eins og texti, grafík, lógó, hnappar, táknmyndir, myndir og hugbúnaður er annað hvort í eigu Sunday & co., ByHekla eða annara birgja. Því er öll notkun á efni af vefsíðunni óheimil eða háð leyfi frá eiganda þess.

 

LÖGSAGA OG VARNARÞING

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljenda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndar skal reka það fyrir héraðsdómi Reykjaness.