Umhirða skartgripa

EFNI: Ryðfrítt stál, 14k gull og sterling silfur 

Upplýsingar um efni einstakra skartgripa má finna í vörulýsingu hverrar vöru.

Skartið okkar verður ekki grænt og litar ekki húð!

 

UMHIRÐA

Margir þættir geta haft áhrif á endingu skartgripa. Allt skart getur upplitast eða oxast vegna sólarljóss, raka, súrefnis eða annarra efna. Einnig getur mismunandi Ph-gildi líkamans haft áhrif. Upplitun gull- eða silfurhúðar telst þess vegna ekki vera framleiðslugalli. 

Mikilvægt er að hugsa vel um allt skart, sama úr hvaða efni það er. Fylgdu þessum einföldu skrefum svo þínir skartgripir endist fallegir eins lengi og hægt er:

1. Taktu skartið af áður en farið er í sturtu, sund, gufu og annað slíkt.

2. Leyfðu ilmvatni, kremum og öðru að þorna áður en skartið er sett á. Forðist sterk efni.

3. Þurrkaðu af skartinu með mjúkum klút eftir notkun. 

4. Geymið skartið á þurrum og köldum stað í Sunday & co. skartgripapokanum sem fylgir með hverri pöntun 

 

Hægt er að fara með skart úr ryðfríu stáli og 14k gulli í vatn. Þó er ráðlagt að taka það af svo gullhúð og glans endist sem lengst.

Hins vegar er ekki ráðlagt að fara með sterling silfur skart í vatn þar sem silfur á það til að sverta. Þó er auðvelt að pússa/hreinsa sterling silfur með silfurklút eða öðrum aðferðum.

 

 

HREINSUN SKARTGRIPA

Með tíma geta allir skartgripir safnað svertu. Hins vegar eru líkurnar á að skartgripir sverti ekki jafn miklar hjá öllum heldur getur það farið eftir Ph-gildi líkamans sem og umhirðu. Aftur á móti ætti að vera auðvelt að þrífa svertuna af svo skartgripirnir verði skínandi á ný.

 

RYÐFRÍTT STÁL 

Ekki er nauðsynlegt að þrífa ryðfrítt stál nema einfaldlega ef eitthvað fer á það. 

- Notið vatn og sápu til þess að hreinsa skartið.

Skolið með vatni og þurrkið varlega með handklæði.

- Látið skartið standa og þorna áður en gengið er frá því eða það sett á.

 

 

14 K GULL

- Fyllið skál með heitu vatni og nokkrum dropum af uppþvottalegi.

- Látið skartið sitja í blöndunni í 10-15 mínútur.

- Skrúbbið skartið varlega með mjúkum tannbursta.

- Skolið með vatni og þurrkið varlega með handklæði.

- Látið skartið standa og þorna áður en gengið er frá því eða það sett á.

 

 

STERLING SILFUR

Fyrir gullhúðað skart og skart með steinum ætti að vera nóg að pússa með silfurklút. Til að vernda gullhúð er ekki mælt með aðferðinni hér að neðan fyrir gyllt skart. 

Fyrir steinalaust silfrað skart má einnig nota klút eða:

- Klæðið skál með álpappír og setjið skartið ofan í.

- Hellið matarsóda yfir skartið svo það hyljist.

- Hellið sjóðandi vatni í skálina og látið sitja.

- Skolið með vatni og þurrkið varlega með handklæði.

- Látið skartið standa og þorna áður en gengið er frá því eða það sett á.

 

 

Nánari spurningar er hægt að senda á hellosundayandco@gmail.com eða byheklajewelry@gmail.com.