Algengar spurningar

 

Úr hvaða efni eru vörur Sunday & co. og ByHekla?

Langflestar vörur Sunday & co. eru gerðar úr ryðfríu stáli eða 925 sterling silfri. Vörur ByHekla eru hins vegar gerðar úr annað hvort 14k gulli eða sterling silfri. Upplýsingar um efni einstakra vara má finna í vörulýsingu hverrar vöru. 

 

Má fara með skartið í vatn?

Meirihluta skarts frá Sunday & co. má fara með í vatn. Þó er ráðlagt að gera það ekki svo gullhúð og glans endist sem lengst. Hvað varðar vörur ByHekla þá gildir það sama með gyllta skartið en hins vegar er aldrei ráðlagt að fara með silfur í vatn. Hér getur þú lesið meira um umhirðu.

 

Litar skartið þig græna?

Nei! Sunday & co. skartið er gert úr ryðfríu stáli eða 925 sterling silfri og verður þess vegna ekki grænt.

 

Eru blómahringarnir handgerðir? 

Já! Blómahringarnir eru handgerðir og koma í fjölmörgum litum og stærðum svo allir geti fundið hringinn fyrir sig! Hannaðu þinn hring hérna.

 

Hvernig get ég fundið mína hringastærð?

Hér getur þú fundið þína hringastærð.

 

Úr hvaða efni eru nafnahálsmenin?

Nafnahálsmenin eru gerð úr annað hvort 14k gulli eða sterling silfri. Bæði keðjur og festingar á hálsmenunum eru einnig gerðar úr þeim efnum.

 

Er hægt að panta allar lengdir á nöfnum fyrir hálsmenin?

Auðvitað! Hægt er að panta öll nöfn en þau eru skrifuð án komma fyrir sem besta útkomu.

 

Ef þú ert með fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband