Vöruafhending

VÖRUAFHENDING 

Afhending vöru fer fram með póstsendingu, annað hvort í gegnum Póstinn eða Dropp. Um póstsendingar með Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins/Dropp. Sunday & co. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða flutningsaðila. Ef vara er uppseld þá munum við í öllum tilfellum hafa samband við kaupanda. 

Sunday & co. áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun sé vara uppseld, og eða breyting verður á verði og vöruframboði. Í slíkum tilfellum verður haft samband við kaupanda sem hefur þá val um endurgreiðslu eða val á annarri vöru.

Afgreiðslutími á einstökum vörum getur verið allt að 5 virkir dagar frá því að pöntun er gerð. Haft verður samband við kaupanda vöru ef fyrirséð er vegna ytri aðstæðna að afhending tefjist lengur en eðlilegt er. Afgreiðsla á handgerðum vörum ByHekla og áletrunarvörum getur tekið lengri tíma en aðrar pantanir. 

Sendingarkostnaður greiðist við afhendingu. Gjald fyrir póstsendingar greiðist af viðtakanda samkvæmt verðskrá Póstsins/Dropp.