STERLING SILFUR
Fyrir gullhúðað skart og skart með steinum ætti að vera nóg að pússa með silfurklút. Til að vernda gullhúð er ekki mælt með aðferðinni hér að neðan fyrir gyllt skart.
Fyrir steinalaust silfrað skart má einnig nota klút eða:
- Klæðið skál með álpappír og setjið skartið ofan í.
- Hellið matarsóda yfir skartið svo það hyljist.
- Hellið sjóðandi vatni í skálina og látið sitja.
- Skolið með vatni og þurrkið varlega með handklæði.
- Látið skartið standa og þorna áður en gengið er frá því eða það sett á.
ÝTARLEGRI UPPLÝSINGAR